*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 17. janúar 2018 09:32

Ein og hálf opna um Davíð í Mogganum

Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer yfir viðbrögð Davíðs Oddssonar, sem er 70 ára í dag, við hruninu í Morgunblaðinu í dag.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra og Seðlabankastjóri er 70 ára í dag.

Af því tilefni birtir Morgunblaðið þriggja blaðsíðna grein um feril Davíðs í Seðlabankanum og eftirmála þess eftir Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor við Háskóla Íslands sem löngum hefur verið samstarfsmaður hans. Þar segir Hannes frá því hvernig viðbrögð Davíðs í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins hafi bjargað því sem bjargað varð.

„Ein meginástæðan til þess hversu vel hefur gengið er að á örfáum haustdögum árið 2008 var reistur varnarveggur um Ísland,“ segir Hannes meðal annars í greininni.

„Davíð Oddsson og félagar hans tveir í Seðlabankanum sáu hætturnar fyrr og skýrar en aðrir og vöruðu við þeim hvað eftir annað í trúnaði í fárra manna hópi, en töluðu fyrir daufum eyrum fram eftir árinu 2008.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim