Ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra og Seðlabankastjóri er 70 ára í dag.

Af því tilefni birtir Morgunblaðið þriggja blaðsíðna grein um feril Davíðs í Seðlabankanum og eftirmála þess eftir Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor við Háskóla Íslands sem löngum hefur verið samstarfsmaður hans. Þar segir Hannes frá því hvernig viðbrögð Davíðs í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins hafi bjargað því sem bjargað varð.

„Ein meginástæðan til þess hversu vel hefur gengið er að á örfáum haustdögum árið 2008 var reistur varnarveggur um Ísland,“ segir Hannes meðal annars í greininni.

„Davíð Oddsson og félagar hans tveir í Seðlabankanum sáu hætturnar fyrr og skýrar en aðrir og vöruðu við þeim hvað eftir annað í trúnaði í fárra manna hópi, en töluðu fyrir daufum eyrum fram eftir árinu 2008.“