Sú breyting verður nú á að einungis ein taska er hluti af fargjaldi í flugi Icelandair til Bandaríkjanna og Kanada. Áður voru tvær töskur hluti af fargjaldinu þangað. Til Evrópu er það ein taska sem er hluti af gjaldinu. Frá þessu er greint í frétt Túrista um málið.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í að aðeins hluti farþega félagsins hafi nýtt sér tveggja tösku heimildina. Hann bendir einnig á að ekkert annað flugfélag hafi tvær töskur í fargjaldinu hjá sér. Guðjón tekur jafnframt fram að samhliða breytingunum boði Icelandair lægri fargjöld til N-Ameríku.

Hann segir verðið koma til með að lækka um nokkur þúsund krónur, þar sem að verðið sé breytilegt og ræðst af framboð og eftirspurn í hvert flug fyrir sig.