*

miðvikudagur, 14. nóvember 2018
Fólk 7. júní 2016 17:35

Einar nýr aðstoðarforstjóri Olís

Einar Marinósson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Olís og Steingrímur H. Pétursson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Olís.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Einar Marinósson hefur verið ráðinn í starf aðstoðarforstjóra Olíuverzlunar Íslands hf. Einar sem er viðskiptafræðingur að mennt kom til starfa hjá Olís árið 1993 og gegndi hann fyrstu árin starfi starfsmannastjóra. 

Árið 2001 tók hann við starfi fjármálastjóra. Starf aðstoðarforstjóra er nýtt starf hjá félaginu og undir það munu falla m.a. upplýsingatæknimál, tryggingamál, gæðamál, áætlanagerð, innra eftirlit og svo ýmis önnur sérverkefni s.s. þróun fasteignamála í samvinnu við forstjóra og framkvæmdastjórn.

Steingrímur framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Þá hefur Steingrímur H. Pétursson einnig verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Olís. Steingrímur er með Meistarapróf í alþjóðafjármálum og bankastarfsemi en áður lauk hann viðskiptafræði með áherslu á fjármál og reikningshald. Steingrímur hefur m.a. starfað hjá KPMG Endurskoðun Akureyri hf. 

Auk þess hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri hjá Sandblástri og Málmhúðun hf, Fjárfestingarfélaginu Sjöfn hf. og Eimskipafélagi Íslands hf. Undanfarin sex ár hefur hann verið sjálfstætt starfandi sem fjárfestir og ráðgjafi.

Á samsettri mynd sem fylgir með fréttinni er Einar á vinstri hönd og Steingrímur á þá hægri.