Einar Þór Gústafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Bókun ehf.

Frá árinu 2010 hefur Einar gengt stöðu framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Meniga ehf. Áður starfaði hann hjá Íslandsbanka og Glitni m.a. sem forstöðumaður vefdeildar og vörustjóri Netbanka. Einar var einnig meðal stofnanda SVEF, Samtaka Vefiðnaðarins, og formaður samtakanna frá 2009 til 2013.

Einar Þór er með gráðu í margmiðlun frá SAE í New York ásamt verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.

Einar Þór Gústafsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar Bókunar:

“Það eru fá fyrirtæki á Íslandi sem bjóða upp á jafn áhugaverða vaxtarmöguleika og Bókun en þeir hafa þróað vöru og viðskiptamódel sem er eftirsótt víða um heim. Ég er spenntur að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu félagsins á innlendum markaði ásamt sókn inn á erlenda markaði.”