*

sunnudagur, 28. maí 2017
Innlent 16. september 2012 11:39

Einbeitir sér að eigin fjárfestingum

Hjörleifur Jakobsson, fyrrum forstjóri Hampiðjunnar, er orðinn þriðji stærsti eigandi félagsins.

Ritstjórn

Hjörleifur Þór Jakobsson hefur ekki komið að rekstri Hampiðjunnar um árabil en hann var forstjóri félagsins í um tvö ár á árunum 1999 til 2001. Þá gerðist hann forstjóri Olíufélagsins og síðar Kers fjárfestingafélags. Hjörleifur er í dag búsettur í Sviss ásamt Hjördísi Ásberg eiginkonu sinni. Spurður um hvað hann fáist við í dag segir hann það vera fjárfestingar, bæði á Íslandi og erlendis og reyni hann að sinna því með stjórnarsetu og að láta gott af sér leiða í þeim félögum þar sem hann á hlut í.