*

laugardagur, 25. maí 2019
Erlent 7. desember 2018 09:01

Einn eigenda Arion í vanda

Vogunarsjóðurinn Och-Ziff, einn stærsti hluthafi Arion banka, endurskipuleggur nú rekstur sinn eftir spillingarmál.

Ritstjórn
epa

Vogunarsjóðurinn Och-Ziff, reynir nú að endurskipuleggja rekstur sinn og gera breytingar á eignarhaldi félagsins eftir spillingarmál. Viðskiptavinir sjóðsins hafa dregið fé sitt út úr fjárfestingarsjóðum Och-Ziff og hlutabréfaverð í félaginu var komið undir einn dollara á hlut sem hafði í för með sér að félagið átti í hættu að vera afskráð úr kauphöllinni í New York að því er Financial Times greinir frá.

Nú hefur félagið hins vegar fengið stjórnendur þess til þess að falla frá rétti til arðgreiðslna og fært eignarhluti frá Daniel Och, stofnanda Och-Ziff, til núverandi stjórnandateymis sjóðsins. Í kjölfar breytinganna hækkaði hlutabréfaverð í sjóðnum í 1,18 dollara á hlut eftir að hafa fallið í 0,96 dollara á hlut á þriðjudaginn.

Félagið á yfir höfði sér fjölda skaðabótamála eftir að hafa samið við bandarísk stjórnvöld í um að greiða 413 milljónir dollara vegna mútugreiðslna félagsins í Afríku. Forsvarsmönnum Och-Ziff hefur verið gefið að sök að hafa greitt mútur í að minnsta kosti fimm Afríkuríkjum til að tryggja sér viðskipti. Michael Cohen, einn af fyrrverandi stjórnendum félagsins hefur lýst sig saklausan í málinu fyrir dómstólum í New York. Daniel Och greiddi sjálfur 2,2 milljón dollara sekt vegna málsins.

Och-Ziff er einn stærsti hluthafi Arion banka og á 6,58% hlut í bankanum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim