*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 18. september 2016 13:10

„Eins og að stýra stóru skipi"

Sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka segir að það komi ekki á óvart að hægt gangi að bæta afkomu VÍS.

Trausti Hafliðason
Haraldur Guðjónsson

Töluverðar vendingar hafa verið hjá VÍS undanfarið. Reksturinn hefur verið erfiður og var undir væntingum núna eins Viðskiptablaðið hefur greint frá. Fyrir skömmu lét Sigrún Ragna Ólafsdóttir af störfum sem forstjóri og Jakob Sigurðsson, sem um tíma var forstjóri Promens, hefur tekið við.

„Tjónaskuld VÍS hefur náttúrulega talsvert langan meðaltíma þannig að það kemur okkur lítið á óvart að það gangi hægt að bæta afkomu félagsins," segir Jóhanna Katrín, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. „Þetta er að vissu leiti eins og að stýra stóru skipi, það tekur tíma að snúa því við. Við höfum verið ánægð með störf og samskipti við fráfarandi forstjóra, auðvitað vitum við ekki hvað gerðist bakvið tjöldin en það hafa orðið breytingar í eigendahópi félagsins og því geta eðlilega fylgt breyttar áherslur. Núna verður spennandi að sjá hvaða breytingar verða í kjölfar forstjóraskipta, en nýr forstjóri er að taka við ágætu búi á góðum tíma."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim