Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkt mótakvæðalaust tillögu Bandaríkjanna um að setja enn harðari refsiaðgerðir á hendur Norður Kóreu í kjölfar þess að ríkið sprengdi öflugri kjarnorkusprengju í landinu en fyrri tilraunasprengingar stjórnvalda þar í landi.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um tókst Bandaríkjamönnum að fá Kína og Rússland til að taka þátt í víðtækum refsiaðgerðum gegn landinu fyrir rétt rúmum mánuði eftir eldflaugatilraunir kommúníska einræðisríkisins á norður hluta kóreuskagans. Virtust þær aðgerðir nokkurn árangur hafa á viðskipti yfir landamærin til Kína að því eins og sagt var frá nokkrum dögum seinna.

Ætlunin með aðgerðunum nú er að setja hámark á olíuinnflutning til landsins, banna útflutning á fataefni og stöðva viðbótarsamninga um útflutning á vinnuafli. Jafnframt á að stöðva smygl, samstarfsverkefni við önnur ríki sem og beita þvingunarúrræðum gegn sértökum ríkisstofnunum landsins.

Hætt að hvetja til réttra viðbragða

„Í dag erum við að segja að heimurinn mun aldrei samþykkja að Norður Kórea verði kjarnorkuvopnum búið, og nú er Öryggisráðið að segja að ef norður kóreska ríkisstjórnin mun ekki stöðva kjarnorkuverkefni sitt, verðum við að grípa sjálf í taumana,“ sagði sendiherra Bandaríkjanna í Sameinuðu Þjóðunum eftir atkvæðagreiðsluna í gær.

„Við erum hætt að reyna að hvetja ríkisstjórnina til að gera það rétta í stöðunni, nú erum við að reyna að grípa í taumana til að stöðva að hún geri það ranga.“ Íbúar landsins hafa ekki fengið fregnir um refsiaðgerðirnar í gegnum ríkisfjölmiðla landsins, en embættismenn frá landinu hafa sagt við CNN að aðgerðir Bandaríkjanna muni kalla á „mjög sterk viðbrögð með óbærilegum afleiðingum.“

Íhuguðu algert olíuinnflutningsbann

Líkir einn embættismaðurinn aðgerðunum við það að vænta þess að höfin muni þorna upp. „Svo lengi sem við höfum sterkt kjarnorkuvopnabúr, getum við tryggt öryggi og frið föðurlandsins og íbúa þess.“

Uppkastið að refsiaðgerðunum sem nú voru samþykkt kallaði eftir algeru banni við olíuinnflutningi til Norður Kóreu og algeru ferðabanni og eignafrystingu á leiðtogann, Kim Jong Un, verkamannaflokk landsins og ríkisstjórn kommúnistaríkisins.