Þrotabú Milestone getur ekki rekið mál hér gegn makedónska kaupsýslumanninum Blagoj Mehandiziski vegna greiðslu skuldar hins síðasttalda upp á eina milljón evra, jafnvirði um 163 milljóna íslenskra króna. Úrskurður féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var því vísað frá. Því hefur ekki verið skotið til Hæstaréttar. Ekki er útilokað að af því verði.

Málið í raun um það hvar lögmaður þrotabús Milestone hvort hægt er að reka málið hér, í Austurríki eða í Makedóníu.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms kemur fram að makedónski kaupsýslumaðurinn gangist við því að skulda þrotabúi Milestone eina milljón evra, jafnvirði 163 milljóna íslenskra króna. Kaupsýslumaðurinn var viðskiptafélagi þeirra Karls og Steingríms Wernerssona og er hann stór hluthafi í lyfjakeðjunni Zegin í Makedóníu sem Milestone átti í viðskiptum við. Krafan var til árið 2006 og var skuldabréfið á gjalddaga 1. apríl 2008. Ekki hefur tekist að rukka greiðslu fyrir skuldabréfið fram til þessa.