Kjarasamningur sjómanna var samþykktur naumlega í atkvæðagreiðslu sem haldin var í gær, með 52,4% atkvæða á móti 46,9% atkvæða þeirra sem vildu fella samninginn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu .

Sjómenn og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi komust að samkomulagi aðfaranótt laugardags um nýjan kjarasamning og var hann lagður fyrir sjómenn til samþykktar eða synjunar á sunnudag.

Á kjörskrá voru 2.214 manns, en einungis 1.189 kusu um samninginn eða tæp 54% atkvæðisbærra sjómanna. Þar af kusu 623 að samþykkja samninginn en 558 voru honum mótfallnir, en auk þess voru átta kjörseðlar þá auðir eða ógildir.

Það þýðir að 28% sjómanna samþykktu kjörseðilinn ef horft er á málið þannig, en að sama skapi má segja að einungis 25,2% þeirra hafi hafnað honum.