Fyrir ári síðan, þegar Þýskaland opnaði landamæri sín fyrir stórum hópum flóttamanna, sagði kanslarinn Angela Merkel, „við getum gert þetta."

Fleiri en ein milljón manns sóttu um hæli sem flóttamenn á síðasta ári, en þeir mega byrja að vinna eftir þrjá mánuði í landinu.

Búist við efnahagslegu kraftaverki

Margir bjuggust við því að svona stór hópur sem myndi bætast inn í landið myndi hjálpa þýska hagkerfinu, sem þegar er það sterkasta í Evrópu.

Margir leiðandi aðilar í viðskiptalífinu voru mjög bjartsýnir. Dieter Zetsche, forstjóri Daimler, bílaframleiðandans, spáði að þetta myndi leiða til nýs "efnahagslegs kraftaverks." Frank Appel, forstjóri þýska póstsins fagnaði því aukna framboði af vinnuafli sem myndi verða með tilkomu flóttamannanna.

Lág fæðingartíðni og sífellt eldra vinnuafl

Þýskaland, líkt og flest ríki í Evrópu, býr við sífellt eldra vinnuafl og lága fæðingartíðni, og þarf á fleiri af ungu vinnandi fólki að halda á komandi árum.

Kraftaverkið hefur samt ekki átt sér stað. Væntingar voru of háar um að það væri auðvelt fyrir flóttamennina að komast inn á vinnumarkaðinn, sérstaklega fyrir sýrlenska flóttamenn, sagði Wido Geis hjá hagrannsóknastofnun í Cologne.

Skortur á menntun og starfsþjálfun

Vandamálin felast í skorti á menntun, þjálfun, tungumálakunnáttu og í þýskri skriffinnsku.

Eitt af hverjum þremur þýskum fyrirtækjum segjast ætla sér að ráða flóttamenn á þessu ári eða því næsta. En einungis 7% allra þýskra fyrirtækja hafa þó gert það á síðustu 24 mánuðum, samkvæmt hagrannsóknastofnun í Munich, sem gerði könnun meðal stjórnenda fyrr á árinu.

Einungis 54 flóttamenn ráðnir

Í heildina hafa 54 flóttamenn fengið vinnu hjá 30 stærstu fyrirtækjum landsins, samkvæmt könnun dagblaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung frá því júní, þar af eru 50 þeirra í vinnu hjá þýska póstinum.

Sigmar Gabriel, efnahagsmálaráðherra landsins, segir að þótt lítil og miðlungsstór fyrirtæki hafi lagt á sig að ráða flóttamenn í störf, hafi þýsk fyrirtæki ekki gert nóg. Skrifaði hann til margra þeirra og sagði að án þeirra væri brúin ekki tilbúin.

Tungumálahindrunin mikill vandi

Tungumálakunnátta er mesta hindrunin, því 98% flóttamannanna hafa ekki kunnáttu í þýsku. Meðal stjórnendanna sem ástandið var kannað hjá sögðu 86% þeirra að tungumálahindrunin væri mjög stór.

Gert hafði verið ráð fyrir því að meðal flóttamannanna yrði aðalega fólk með tiltölulega hátt menntastig, í samanburði við þýskar gráður. Í reynd voru margir þeirra sem komu ekki með menntun eða sérstaka starfsþekkingu og skilja hvorki ensku né þýsku.

Starfsþjálfun ekki þegin

Margir flóttamenn án starfsþekkingar hafa látið tvöfallt þjálfunarkerfið sem algengt er í Þýskalandi draga úr sér, en það byggir á því hvort tveggja að fá þjálfun í vinnu sem og að fara í nám. Myndu þeir frekar vilja fara beint í betur borgaða vinnu án þess að þurfa að fara í gegnum starfsþjálfun fyrst.

"Margir flóttamenn þurfa peninga sem fyrst til að senda aftur til ættingja sinna í heimalandinu, eða til að borga reikninga, og þeir sjá ekki haginn af því að fara í starfsþjálfun sem byrjar með lægri launum," útskýrir Susanne Eikemeier frá þýsku atvinnumálastofnuninni.

Betra til lengri tíma

"Við reynum að sannfæra þá um að það væri betra til lengri tíma litið meðan við reynum að átta okkur á því hvaða þekkingu þeir í raun ráða yfir. Vandamálið er að bifvélavirki frá Afganistan getur gert við bíla, en hann hefur aldrei farið í skóla og fengið staðfestingu á þekkingu sinni."

Það veldur því að fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að meta þekkingu hans í samanburði við aðra. Á sama tíma búa flóttamenn við fjárhagslega pressu, margir hafa eytt öllu sínum sparnaði til að flýja heimaland sitt eða verða að greiða skuldir við smyglara.

Nánar má lesa um málið á síðu NPR .