Föstudagur, 27. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einungis ellefu þingmenn kusu með Íslandi

12. september 2012 kl. 16:30

Evrópuþingið

Viðskiptaþvinganir gegn Íslandi og Færeyjum voru samþykktar með 97% greiddra atkvæða.

Einungis ellefu þingmenn á Evrópuþinginu greiddu atkvæði gegn því að beita Íslendingum og Færeyingum viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar.

Frakkinn, Philippe de Villierse, Ítalinn Magdi Christiano Allam og níu Bretar, þau John Stuart Agnew, Marta Andreasen, Godfrey Bloom, John Bufton, Derek Roland Clark, William Dartmouth, Nigel Farage, Roger Helmer og Paul Nuttall kusu gegn viðskiptaþvingunum.

Þess má geta að Íslandsvinurinn og íhaldsmaðurinn Daniel Hannan var á meðal þeirra bresku þingmanna á Evrópuþinginu sem kaus með þvingunum á hendur Íslandi og Færeyjum.

Alls voru 677 þingmenn viðstaddir atkvæðagreiðsluna. 11 þingmenn kusu gegn þvingunum, 659 með en 7 þingmenn sátu hjá. Þau Amelia Andersdotter frá Svíþjóð, Charalampos Angourakis og Georgios Toussas frá Grikklandi, Andrew Henry William Brons og Nick Griffin frá Bretlandi og Morten Løkkegaard og Jens Rohde frá Danmörku sátu hjá.Allt
Innlent
Erlent
Fólk