*

sunnudagur, 26. maí 2019
Erlent 21. nóvember 2018 10:32

Einvalalið lögmannsstofa lögsækir Danske

Alþjóðlegur hópur virtra lögmannsstofa hyggst lögsækja Danske Bank vegna umfangsmikils peningaþvættismáls.

Ritstjórn
Bankinn hefur viðurkennt að „stór hluti“ þeirra 200 milljarð evra sem flæddu í gegnum eistneskt útibú hans frá fyrrum austantjaldslöndum séu líklega „grunsamlegar færslur“.

Danske Bank stendur nú frammi fyrir lögsókn vegna 28 þúsund milljarð króna peningaþvættismáls. Að lögsókninni stendur bandalag þekktra og virtra lögmannsstofa víðsvegar að úr heiminum.

Thomas Borgen, bankastjóri Danske Bank, sagði af sér vegna málsins í september, og fyrir um 2 vikum var stjórnarformaðurinn settur af.

Danska lögmannsstofan Németh Sigetty mun formlega hefja málaferlin fyrir hönd hópsins á fyrsta fjórðungi næsta árs eftir að honum hefur verið tryggð fjármögnun af bandarískum, þýskum og hollenskum stofum.

Meðal stofa sem koma að málinu eru hin þýska Tilp, sem lögsótti Volkswagen vegna útblástursmálsins, og hin bandaríska Pomerantz, sem tryggði 370 milljarða króna greiðslu frá brasilíska olíufyrirtækinu Petrobras.

Peter Hanssen, sérfræðingur í málum sem þessum, sem aðstoðar hópinn, segir hann vera „einvalalið lögmannsstofa, og það með réttu, því málið sé stærsta peningaþvættismál allra tíma.“

Umfjöllun Financial Times.

Stikkorð: Bank Danske
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim