*

laugardagur, 19. janúar 2019
Innlent 25. júní 2013 15:15

Eiríkur í 10-11 dæmdur fyrir skattsvik

Eiríkur Sigurðsson og endurskoðandi hans hafa verið dæmdir fyrir að hafa vantalið 80 milljóna fjármagnstekjur og þar með skilað röngum framtölum.

Ritstjórn

Eiríkur Sigurðsson, sem löngum hefur verið kenndur við matvöruverslunina 10-11 en nú Víði, hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun skilorðsbundinn dóm til 18 mánaða og var dæmur til greiðslu rúmlega 163 millljóna króna sektar vegna skattsvika. Endurskoðandi hans, Hjalti Magnússon, var hlaut sama dóm en enga sekt. Sektargreiðsla Eiríks jafngildir tvöföldu skattaundanskoti hans. 

Embætti sérstaks saksóknara ákærði þá Eirík og Hjalta vegna gruns um stórfelld undanskot frá skatti og fyrir að hafa skilað efnislega röngu skattframtali. Málið snýst um að Eiríkur var talinn hafa vantalið tekjur sínar um 800 milljónir króna af afleiðusamningum árið 2007 og stungið rúmum 80 milljónum króna undan skatti. Hjalti var endurskoðandi Eiríks.

Ásmunda Björg Baldursdóttir, saksóknarfulltrúi, sagði við aðalmeðferð málsins að um stórkostlegt hirðuleysi hafi verið að ræða af hálfu beggja manna. Krafist var 14 til 16 mánaða fangelsisrefsingar yfir Eiríki og þrefaldrar sektargreiðslu en að Hjalti yrði sviptur löggildingu sinni sem endurskoðandi. Hann var hins vegar ekki sviptur réttindum sínum.

Hvorugur þeirra var viðsstaddur dómsuppsöguna í morgun.

Dómur í máli Eiríks og Hjalta