Vogunarsjóðir hafa ekki átt sjö dagana sæla undanfarna misseri. Þeim hefur gengið illa að ávaxta peninga og því hafa fjárfestar ákveðið að draga umtalsvert magn af peningum út úr sjóðunum.

Í júní tóku fjárfestar allt að 23,5 milljarða dollara til sín. Í júlí nam upphæðin 25,2 milljörðum dollara. Slíkur flótti hefur ekki átt sér stað, frá því í febrúarmánuði 2009, ef marka má skýrslu eVestment.

Fjárfestar hafa í ár samtals tekið 55,9 milljarða dollara út úr sjóðunum. 2016 verður því að öllum líkindum þriðja árið í röð, sem útflæði úr vogunarsjóðum verður nettó neikvætt.

Viðskiptavinir eru ekki einungis óánægðir með árangur sjóðanna, heldur eru þeir taldir rukka allt of há gjöld. Algengt er að sjóðirnir rukki 2% þóknun fyrir allt fjármagn sem kemur inn og svo 20% af öllum hagnaði.