*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 18. nóvember 2018 16:17

Þriðja orkupakkanum fylgi ekki afsal

Iðnaðarráðherra segir að Íslendingar eigi að verja EES samninginn, því þeir byggi lífskjör sín að verulegu leyti á honum.

Ritstjórn
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðaherra.
Þröstur Njálsson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðaherra, segir í röð tísta á Twitter, að þriðji orkupakkinn feli ekki í sér afsal á forræði eða eignarrétti yfir auðlindinni líkt og haldið hafi verið fram. Þá verði engin ákvarðanataka gagnvart Íslandi færð til stofnana ESB, þar með talið ACER.

Þordís Kolbrún bendir jafnframt á að orkumarkaðurinn hér á landi færst undir hið svokallaða fjórfrelsi Evrópusamvinnunnar árið 2003, og því hafi innleiðing þriðja orkupakkans nú, engin áhrif þar um. Þá sé rangt að Íslendingar verði neyddir til að samþykkja sæstreng með innleiðingu tilskipana í tengslum við þriðja orkupakkann. Skýrt sé að Íslendingar ráði því sjálfir hvaða stjórnvald veiti leyfi fyrir sæstreng. „Að halda öðru fram er fjarstæðukennt,“ segir Þórdís Kolbrún.

Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur frjálsrar samkeppni og hafi því stutt þá auknu markaðsvæðingu orkugeirans, gagnsæi, neytendavernd og samkeppni sem falist hafi í fyrsta orkupakkanum fyrir árið 2003. „Fjórfrelsið og evrópskar samkeppnis- og ríkisstyrkjareglur hafa gilt um íslenskan orkumarkað árum saman,“ segir Þórdís Kolbrún.

Til að losna undan því þyrfti Ísland að hætta að gangast undir EES samninginn. „Sem er yfirlýst markmið sumra þeirra sem harðast berjast gegn orkupakkanum. Ég er ósammála því markmiði. Tel að við eigum að verja samninginn. Rétt eins og með auðlindirnar þá byggjum við lífskjör okkar á honum að verulegu leyti,“ segir Þórdís Kolbrún.

Við blasi að við Íslendingar hafi ekki þörf fyrir sæstreng við núverandi aðstæður. Því sé eðlilegt að fólk spyrji hvaða þörf sé fyrir þriðja orkupakkann frá sjónarmiði orkumála, en málið snúist um stóra samhengið og mikilvæga hagsmuni.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim