*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 14. janúar 2016 13:02

Ekkert hagsmunamat

Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segir flesta hafa komið af fjöllum vegna viðskiptabanns gegn Rússum.

Ólafur Heiðar Helgason
Gígja Dögg Einarsdóttir

Jens Garðar Helgason er fyrsti formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem voru stofnuð haustið 2014 með sameiningu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva. Í viðtali við Viðskiptablaðið í dag segir Jens að sjávarútvegurinn hafi frétt af viðskiptaþvingunum Íslands gegn Rússum í rússneskum fjölmiðlum, nokkrum mánuðum eftir að það er skrifað undir þær.

„Síðan tæpu ári seinna er framlengt, um mitt síðasta ár, og aftur fréttum við af því í rússneskum fjölmiðlum að við séum búin að framlengja. Mér sýndist það á öllu að flestir, bæði alþingismenn og ráðherrar, kæmu af fjöllum þegar þessi frétt kom. Það vekur mann til umhugsunar hvort það séu nú vönduð vinnubrögð í ljósi þess að greinin er með á hverjum tíma mikið útistandandi, marga milljarða."

Jens segir að það hafi komið í ljós að það lægi ekkert hagsmunamat á bakvið þessa ákvörðunartöku. Ekki hafi legið fyrir neinar skýrslur þar sem áhrif þessa gjörnings á greinina, þjóðarbúið og einstök samfélög væru metin.

"Á síðustu 4-5 árum höfum við selt fyrir um 100 milljarða til Rússlands. Þannig að þetta eru gígantískar tölur og það er svolítið léttvægt að segja að við finnum bara markaði fyrir þetta annars staðar. Fyrir sumar afurðirnar getum við fundið markaði sem borga reynda miklu minna. Við höfum verið að selja makríl núna fyrir 30% lægra verð. En til dæmis fyrir frosnar loðnuafurðir, þá eru engir aðrir markaðir nema mjög lítill, afmarkaður markaður í Japan. 80% hefur farið til Rússlands.“

Ítarlegt viðtal við Jens Garðar er í Viðskiptablaðinu, sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim