*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 31. júlí 2014 15:52

Ekkert lambakjöt flutt til landsins

Samkvæmt samningi Íslands við WTO má flytja inn árlega 345 tonna tollkvóta á lágmarkstollum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Ekkert lamba- eða kindakjöt hefur verið flutt til landsins í rúmt ár eða síðan í maí í fyrra og á fyrri hluta þess árs var einungis flutt inn 1,5 tonn. Þetta kemur fram á vef Landssamtaka sauðfjárbænda.

Samkvæmt samningi Íslands við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) er árlega auglýstur 345 tonna tollkvóti fyrir lambakjöt sem má flytja inn á lágmarkstollum. Á vef samtakanna segir að í fyrra hafi verið sótt um 60 af þessum 345 tonnum og var það fyrirtækið Íslenskar matvörur sem fékk úthlutað þessi 60 tonn.

Kvótinn gildir frá 1. júlí til 30. júní og því ljóst að fyrirtækið hefur ekki nýtt neitt af þessum kvóta því ekkert var flutt inn á þessu tímabili. Nýbúið er að úthluta kvóta, sem gildir frá 1. júlí í ár til 30. júní á næsta ári. Íslenskar matvörur sóttu aftur um 60 tonn og fengu og Innes fékk úthlutað 10 tonnum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim