Bandaríska alríkislögreglan fann ekkert saknæmt í tölvupóstum Hillary Clinton, forsetaframbjóðenda Demókrata. Í bréfi James Comey, æðsta yfirmanns FBI, sendi bréf til bandarískra þingmanna, þar sem þetta kemur fram. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Í júlí sagði Comey að Clinton hafi verið sek um alvarlegt gáleysi — en hafi þó ekki gert neitt ólöglegt þegar kom upp um tölvupósta Clinton. Þessar upplýsingar gætu haft mikil áhrif á kosningarnar vestanhafs. Nokkuð mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja — Donald Trump, frambjóðenda Repúblikana og Hillary Clinton frambjóðenda Demókrata — eins og sakir standa, en Trump hefur sótt á í nýjustu skoðanakönnunum.