Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði nýverið starfshóp sem var annars vegar falið að kortleggja árlega fjárfestingagetu lífeyrissjóðanna og hins vegar að meta hvort æskilegt sé að breyta núverandi löggjöf um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðina. Hægt er að kynna sér innihald skýrslunnar hér.

Starfshópurinn telur að ekki sé bráð þörf á að breyta lögum nú, þar sem núverandi lög um skyldutryggingu fela í sér verulegar heimild til erlendrar fjárfestingar. „Fyrirsjáanlegt er að flestir lífeyrissjóðir muni nýta sér þær á næstu árum og áratugum að verulegu marki,“ að mati starfshópsins.

Einnig er bent á að lífeyrissjóðum sé í hag að gjaldeyrisviðskipti þeirra valdi sem minnstum sveiflum á gengi krónunnar. Að mati starfshópsins er því æskilegt að þau verði tiltölulega jöfn og fyrirsjáanleg. „Hópurinn bendir á að hugsanlegt er að ná þessu markmiði að einhverju leyti með því að byggja á fjárfestingaráætlunum sjóðanna og skýrslugjöf til opinberra aðila, sérstaklega Seðlabanka Íslands,“ segir í frétt fjármálaráðuneytisins um málið.