*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 7. nóvember 2018 08:42

Ekki hækkað hægar síðan 2011

Fasteignaverð hefur hækkað um 3,9% síðastliðið ár og hefur ekki hækkað hægar síðan 2011.

Ritstjórn
Á fyrstu 9 mánuðum ársins voru um 1 af hverjum 6 viðskiptum með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu með nýjar íbúðir.
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði, sem er minnsta 12 mánaða hækkun síðan vorið 2011. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Á miðju síðasta ári nánast stöðvuðust þær miklu verðhækkanir húsnæðis sem einkenndu árin áður, samhliða mikilli framboðsaukningu og fjölgun viðskipta. Meðalfjöldi viðskipta á fyrstu 9 mánuðum ársins var 620, sem er rúm 10% hækkun milli ára.

Á fyrstu 9 mánuðum ársins voru um 1 af hverjum 6 viðskiptum með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu með nýjar íbúðir.

Bankinn gerir ráð fyrir að hækkanir haldist rólegar næstu misseri. Þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir 4,3% hækkun milli 2017 og 2018, og 4% milli 2018 og 2019,  en milli 2016 og 2017 hækkaði verð um 19%.

Stikkorð: Landsbankinn Fasteignir
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim