*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 15. september 2017 14:52

Ekki í samræmi við lög

Stjórnsýslumeðferð dómsmálaráðherra við skipan Landsréttardómara var ekki í samræmi við lög um dómsóla.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að stjórnsýslumeðferð dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen, hafi ekki verið í samræmi við lög um dómstóla, „sem og skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins um rannsókn máls, mat á hæfni umsækjenda og innbyrðis samanburð þeirra“ við skipan dómara í Landsrétt. Dómurinn sýknaði ríkið hins vegar af kröfum stefnanda, Ástráðs Haraldssonar, um skaðabætur þar sem honum tókst ekki að sýna fram á tjón það sem hann varð fyrir þegar framhjá honum var gengið við skipunina. Ástráður var einn þeirra 15 sem dómnefnd mat hæfastan en var ekki skipaður dómari við dóminn.

Í dómnum segir hins vegar að „ekki séu forsendur til að fullyrða hvort ráðherra hafi lagt til skipun 15 hæfustu umsækjendanna til Alþingis.“ Í frétt Kjarnans af málinu segir Ástráður að hann hafi ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar.