Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun , þá hefur Samherji fest kaup á 25,3% hlut í Eimskip.

Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, segir að aðdragandi kaupannahafi ekki verið langur. „Eimskip er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í mörgum löndum og hefur veitt viðskiptavinum sínum góða þjónustu sem byggir á rekstri öflugs skipaflota í Norður-Atlantshafi. Við höfum áhuga á þessum rekstri enda þekkjum við vel til reksturs skipa og mikilvægi flutninga í alþjóðlegu umhverfi. Aðdragandi viðskiptanna var ekki langur og í upphafi viðræðanna þekktum við til starfseminnar þar sem Eimskip og Samherji hafa starfað á svipuðum svæðum í gegnum árin. Við munum styðja áframhaldandi uppbyggingu á starfsemi Eimskips í góðu samstarfi við aðra hluthafa".

Hann segir einnig að kaupin hafi verið tilkynnt til viðeigandi eftirlitsaðila. „Samkvæmt verðbréfaviðskiptalögum var útgefanda hlutabréfanna og Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um viðskiptin" segir Baldvin.