Verður til dæmis hvorki vörur frá sælgætisgerðunum Góu og Freyju, en hins vegar mun Nói Síríus bjóða upp á nokkrar vörur, þar á meðal Nóa Kropp. Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir Costco hafa lýst því yfir að þeir hafi áhuga á að kaupa af þeim nokkrar vörur að því er Morgunblaðið greinir frá.

„Það verður farið af stað með lítið, einhver vörunúmer, og svo verður séð til með framhaldið,“ segir Finnur en hann segir verið að semja um stærðir pakkninganna.

Markaðsstjóri Freyju, Pétur Thors, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki enn fengið fundi með Costco þó þeir hafi reynt, þó áfram verði unnið að því að koma vörum fyrirtækisins þar inn. „Ég trúi ekki öðru en við komumst inn fyrr en síðar,“ segir Pétur. Í fréttinni kemur einnig fram að ekki hafi verið samið við Góu heldur.