Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sem fer með rannsóknina að aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum, þar sem kemur fram að stjórnvöld, fjölmiðlar og almenningur voru að sögn nefndinarinnar blekkt, segir á fundi um niðurstöður skýrslunnar að það sé ekki hlutverk nefndarinnar að meta hvort eitthvað eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Hann segir tók jafnframt fram að nefndin hafi ekki umboð til slíks. Áður hafði hann tekið fram að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að stjórna afleiðingum af niðurstöðunum. „Okkar verkefni er bara að upplýsa um hvað gerðist,“ hafði Kjartan Bjarni áður sagt.

Kjartan Bjarni sagði enn fremur á fundinum sem stendur yfir í Iðnó að nefdin geri engar tillögur um að einkavæðing bankanna verði rannsökuð frekar. „Við ætlum bara að hafa augun á þessum bolta,“ sagði Finnur Vilhjálmsson á fundinum.