Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að það sé ekki rétt að leysa félagið upp.

„Auðvitað segir það sig sjáflt að markðurinn mun ekki verðmeta okkur í takt við verðmæti eignasafnsins og rekstrarniðurstöðu félagsins getur verið að hluthafar taki slíka ákvörðun. En ég tel að það sé mikið frumhlaup að leysa upp félagið núna, eftir að hafa eytt miklum tíma og fjármunum í uppbyggingu félagsins," segir Guðbrandur

Heimavellir voru skráðir á markað í maí síðastliðnum en í dag er markaðsvirði fyrirtækisins töluvert undir bókfærðu eigin fé fyrirtækisins.

Guðbrandur segir að mikil verðmæti séu ekki aðeins í eignasafni fyrirtækisins heldur einnig í þeim kerfum sem fyrirtækið hafi byggt upp.