Í viðbrögðum við staðfestingu og hækkun á sekt samkeppnisyfirvalda á sekt til Mjólkursamsölunnar segir Ari Edwald forstjóri hennar að ekki sé líku saman að jafna að selja mjólk til tengds aðila og ótengds.

Tengdir aðilar skuldbundnir til kaupa

Segir hann tengda aðila líkt og Mjólku (sem kallað er Mjólka 2 í skýrslu samkeppnisyfirvalda eftir að fyrirtækið var tekið yfir af Kaupfélagi Skagfirðinga) hafa skuldbindingu um að taka við allri mjólk, að annast birgðastýringu og framleiða allar vörur, meðal annars vörur sem ekki svarar kostnaði að framleiða.

Annað gildi um ótengda aðila sem geti keypt eftir hendinni segir hann og nefnir dæmi um kaupenda sem ákveður að kaupa minna á næstunni vegna yfirvofandi fría.

„Sama varan getur verið ólík á ýmsum forsendum. Eitt flugsæti til annars í flugvél kosta ekki það sama. Samt er ekki verið að mismuna mönnum í því. Þú hefur Saga Class sæti eða eitthvað sem þú getur hreyft fram á síðasta dag eða hrært í og svo er fast sæti. Þeir sem taka þátt í samstarfi MS og tengdra aðila axla ábyrgð sem þeir gera ekki sem kaupa bara eftir hendinni það sem þeir vilja hverju sinni til að vinna úr þær vörur sem þeir vilja framleiða,“ segir Ari samkvæmt frétt Vísis .