Eins og fram hefur komið hefst verkfall sjómanna 10. nóvember nk. náist ekki samningar fyrir þann tíma. Á vef Landssambands smábátasjómanna kemur fram að fyrirhugað verkfall nái ekki til áhafna báta í eigu félagsmanna Landssambands smábátaeigenda. Í gildi sé samningur LS við sjómannasamtökin (SSÍ, FFSÍ og VM).

Í skýrslu framkvæmdastjóra LS er hann flutti á aðalfundi félagsins 13. október sl. sagði hann eftirfarandi um viðræðurnar:

„En víkjum þá að kjaraviðræðunum.  Aðstæður kölluðu eftir tillögum frá LS.  Að lokinni strangri yfirlegu var ákveðið að koma til móts við sjómannasamtökin um kröfu þeirra að allur fiskur fari á markað með eftirfarandi:

Við uppgjör til sjómanna skal miða við 95% af

fiskmarkaðsverði á því svæði sem landað er.

LS treysti sér ekki til að koma með þessa kröfu nema að fá leiðréttingu ákveðinna atriða á móti.  Staða viðræðnanna er að samningsaðilar eru að skoða útspil LS.  Segja má að verði hún samþykkt kemst betra skikk á markaðinn, samkeppnisstaða jafnast og laun til sjómanna hækka til lengri tíma.

Nái aðilar saman á næstunni verður samningurinn kynntur í svæðisfélögunum og greidd um hann atkvæði.“