*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 7. nóvember 2018 14:09

Ekki víst að fleiri hækkanir muni fylgja

Greinendur hjá Íslandsbanka telja ekki víst að fleiri vaxtahækkanir muni fylgja í kjölfarið á hækkuninni í morgun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Versnandi verðbólguhorfur og hækkandi verðbólguvæntingar eru að mati greinenda hjá Íslandsbanka helsta ástæðan fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tók þá ákvörðun að hækka stýrivexti úr 4,25% í 4,50%. Þó telja þeir ekki víst að fleiri vaxtahækkanir muni fylgja í kjölfarið. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka

„Þar mun ráða miklu hvort verðbólguhorfur versna frekar á næstunni og á móti hversu hratt hægir á vexti einkaneyslu og fjárfestingar næsta kastið," segir í greiningunni.

Ný þjóðhagsspá Seðlabankans, sem birt var í Peningamálum í morgun, gerir ráð fyrir nokkru meiri hagvexti (4,4%) í ár en í fyrri spá (3,6%). Árið 2019 spáir Seðlabankinn 2,7% hagvexti. Þetta er talsvert meiri hagvöxtur en við gerum ráð fyrir samanlagt þessi tvö ár. Munurinn liggur í minni innflutningsvexti á yfirstandandi ári og talsvert meiri vexti innlendrar eftirspurnar á næsta ári í spá Seðlabankans en í okkar spá.

Þá spáir Seðlabankinn nú að verðbólga aukist allhratt, fari hæst í 3,5% um mitt næsta ár en hjaðni í kjölfarið að nýju og verði komin nærri verðbólgumarkmiðinu í árslok 2020. Er þetta heldur minni verðbólga en við væntum, en við gerum þó einnig ráð fyrir hjaðnandi verðbólgu þegar frá líður.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim