Öll félög sem verslað var með í Kauphöllinni í morgun. Eik lækkaði mest, um 5,1% og HB Grandi um 4,7% í 51 og 49 milljóna króna viðskiptum. Önnur félög sem hafa lækkað mest eru Tryggingamiðstöðin um 3,5%. VÍS um 3,3% og Icelandair um 3,7% þegar þetta er skrifað.

Breytingarnar gerast hins vegar ört í Kauphöllinni þennan morguninn. 12 af 17 félögum í Kauphöllinni hafa lækkað um að minnsta kosti tvö prósent. Þrjú lækkka um á bilinu 1,3% til 1,7% en tvö, Nýherji og Össur, standa í stað en ekkert hefur verið verslað með þau í morgun.