*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 21. nóvember 2018 13:13

Eldsneytisverð lækkar innanlands

Vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði olíu hefur Skeljungur ákveðið að lækka verð á bensíni um 3 krónur og dísil um 2.

Ritstjórn
Bensínstöð Orkunnar í Öskjuhlíð.
Aðsend mynd

Skeljungur hefur lækkað verð á bensíni um 3 krónur og dísil olíu um 2 krónur í dag á öllum stöðvum Orkunnar.

Ástæðan er sögð lækkandi heimsmarkaðsverð samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu en Brent hráolían hefur lækkað um úr um 80 dali fatið fyrir mánuði niður í 63,79 dali í dag. Sams konar lækkun hefur verið síðasta mánuðinn á Vestur Texas hráolíunni, eða úr 69,36 dali niður í 54,64 dali nú.

Eftir lækkunina er lægsta verð Orkunnar á bensíni 214,7 krónur og dísil 215,7 krónur hjá Orkunni X í Hraunbæ, Reykjavík, og á Skemmuvegi, Kópavogi. Þrátt fyrir að hráolíuverð hafi farið lækkandi undanfarið, og lækkað skarpt í gær, hefur verðið hækkað aftur í dag, eftir að fram kom að stjórnvöld í Sádi Arabíu hyggðust draga úr framleiðslu.

Lækkunin kemur til vegna minnkandi eftirspurnar, m.a. í Kína vegna áhrifa tollastríðsins þar í landi, en einnig vegna þess að refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran voru ekki jafn viðamiklar og áður hafði verið búist við.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim