*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Fólk 13. mars 2018 11:59

Elín stýrir sölu fyrir Flugger

Elín Ólafsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns söludeildar hjá Flugger á Íslandi.

Ritstjórn
Elín Ólafsdóttir nýr forstöðumaður söludeildar hjá Flügger á Íslandi.
Aðsend mynd

Elín Ólafsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns söludeildar hjá Flügger á Íslandi. Staðan er ný hjá Flügger og er liður í endurskipulagningu fyrirtækisins.

Söludeildin sinnir sölu og þjónustu til fagmanna og mun Elín sjá um daglega stýringu deildarinnar. Hlutverk Elínar snýr einnig að skipulagningu, greiningarvinnu, fræðslu og tæknivæðingu deildarinnar.

Elín hefur starfað sem stjórnandi til fjölda ára. Síðast sem rekstarstjóri verslana og innkaupa hjá Vodafone. Þar áður starfaði hún sem rekstrarstjóri ZARA. Elín starfaði í 14 ár hjá Högum, m.a. sem verslunarstjóri Hagkaupa í Skeifunni.

Elín er gift Hlyni Heimissyni framhaldsskólakennara og eiga þau 3 dætur.