*

föstudagur, 24. maí 2019
Fólk 30. apríl 2019 09:47

Elísabet ný í varastjórn Origo

Yfirhönnuður hjá tölvuleikjafyrirtækinu DICE í Svíþjóð, Elísabet Grétarsdóttir, kemur inn í varastjórn Origo.

Ritstjórn
Elísabet Grétarsdóttir er yfirhönnuður hjá tölvuleikjafyrirtækinu Dice í Svíþjóð.
Aðsend mynd

Fimm einstaklingar hafa gefið kost á sér í stjórn Origo fyrir hluthafafund félagsins 2. maí næstkomandi, og tveir í varastjórn. Mælir tilnefningarnefnd félagsins með þeim öllum.

Kemur hluthafafundurinn til viðbótar við aðalfund félagsins sem haldinn var 7. mars síðastliðinn, en þá komu þau Svafa Grönfeldt og Hjalti Þórarinsson ný inn í stjórn.

Þá var Gunnar Zoëga sjálfkjörinn í stjórn, en núna kemur Elísabet Grétarsdóttir til viðbótar inn í varastjórn.

Elísabet er yfirhönnuður félagslegra kerfa (e. director of social systems) hjá tölvuleikjafyrirtækinu DICE í Svíþjóð, og var hún í ítarlegu viðtali við Fólk á uppleið, tímarit Frjálsrar verslunar, í mars síðastliðnum. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2015 og gegndi áður hlutverki markaðsstjóra tölvuleiksins Battlefield.

Elísabet var markaðsstjóri Arion Banka 2012-2015. Hún vann við markaðsmál og fleira hjá CCP á árunum 2006-2012. Elísabet er með MSc gráðu í markaðsfræðum frá Háskólanum í Stokkhólmi.

Eftirtaldir verða þar með í stjórninni sem sjálfkjörið er í á fimmtudag:

 • Guðmundur Jóhann Jónsson, kennitala: 041159-2439
 • Hildur Dungal, kennitala: 140571-3859
 • Hjalti Þórarinsson, kennitala: 290175-3649
 • Ívar Kristjánsson, kennitala: 011069-5099
 • Svafa Grönfeldt, kennitala: 290365-3769

Varamenn:

 • Elísabet Grétarsdóttir, kennitala: 040979-5069
 • Gunnar Zoëga, kennitala: 120275-4619
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim