Rekstrartap Elko nam 35 milljónum króna á síðasta ársfjórðungi að því er fram kemur í nýbirtri fjárfestakynningu Festis. Ástæður tapsins eru sagðar vera mikil samkeppni og erfitt efnahagsumhverfi og jafnframt að salan á fjórungnum hafi verið undir væntingum.

Í kynningunni kemur jafnframt fram að rekstrartap N1 var 131 milljón á fjórðungnum en helsta ástæðan fyrir því er sögð vera árstíðabundin vegna minni umsvifa í flugvélaeldsneytissölu á þessum tíma.

Krónan hagnaðist um 248 milljónir króna á fjórðungnum og er ástæðan fyrir svo góðu gengi sögð vera ný verslun í Skeifunni og góð sala.