Ellý Alda Þorsteinsdóttir hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu félagsþjónustu í Velferðarráðuneytinu samkvæmt frétt ráðuneytisins.

„Ráðgefandi hæfnisnefnd mat Ellý Öldu hæfasta úr hópi 21 umsækjanda um starfið," segir í fréttinni.

„Ellý Alda tekur við starfinu af Bolla Þór Bollasyni sem gegnt starfi skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu frá stofnun þess 1. janúar 2011.

Ellý Alda lauk starfsréttindanámi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 1988 og meistaranámi í stjórnun frá Háskólanum í Kent árið 1991.

Hún hefur allan starfsaldur sinn starfað við málefni félagsþjónustu hjá Reykjavíkurborg þar sem hún hóf störf árið 1998 sem félagsráðgjafi í stuðnings- og barnaverndarmálum á Félagsmálastofnun.

Frá árinu 2014 hefur Ellý Alda verið skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en áður var hún skrifstofustjóri velferðarþjónustu (2005 – 2013), framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs (2000 – 2005) og yfirmaður fjölskyldudeildar sem og framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Reykjavíkur (1995 – 2000), forstöðumaður hverfaskrifstofu (1991 – 1995) og deildarstjóri meðferðardeildar þar sem hún sinnti stuðnings- og barnaverndarmálum (1990  – 1991)."