*

fimmtudagur, 21. júní 2018
Erlent 10. júlí 2017 09:31

Elon Musk kynnir til leiks nýja Teslu

Nýja Teslan, Model 3, mun kosta 35 þúsund dollara, og verður því helmingi ódýrari en næst ódýrasta Teslan.

Pétur Gunnarsson
Elon Musk birti myndina á Twitter síðu sinni.

Elon Musk, forstjóri Teslu, hefur birt fyrstu myndirnar af nýju Teslunni á Twitter síðu sinni. Bíllinn ber nafnið Model 3 er talsvert ódýrari en gengur og gerist þegar kemur að Teslum. Model 3 bíllinn á að vera fyrsta Teslann sem að almenningur ætti að eiga efni á. 

Þrjátíu manns munu fá bíla sína afhenda 28. júlí næstkomandi. Bíllinn fæst á 35.000 dollara eða því sem samsvarar ríflega 3,6 milljónum íslenskra króna og er þá Teslan ríflega  helmingi ódýrari en sú næst ódýrasta. Gengi hlutabréfa Tesla hækkaði umtalsvert eftir að Musk kynnti áætlun sína um að umbreyta rafbílarmakaðnum í desember, en upp á síðkastið hefur hækkunin gengið nokkuð til baka. 

 

Nýskráningar á Teslum í Kaliforníu minnkaði um 24% í apríl, miðað við sama mánuð árið áður, samkvæmt nýrri könnun IHS Markit að því er kemur fram í nýrri frétt BBC um málið. Félagið svaraði könnuninni fullum hálsi og sagði að gögnin hefðu verið handvalin og væri því lítið sannleiksgildi í þeim. Samkvæmt tölum Tesla jókst salan á Teslum upp í 47.100 bíla. Fyrirtækið tapaði 889 milljónum dollara í fyrra.

 

Stikkorð: Tesla Musk kynnir mynd