Eftir að Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, sagði í gær að fyrsti maðurinn sem færi til Mars yrði fluttur þangað með Beoing eldflaug skoraði Elon Musk, forstjóri Teslu og SpaceX á að láta af því verða að því er kemur fram á vef Fortune .

Musk og fyrirtæki hans SpaceX hafa verið þekkt fyrir metnað sinn til þess að ná til Mars, flytja fólk þangað og gera það að nýlendu mannkynsins. Musk hefur sagst vilja gera mannkynið að fjölplánetutegund (e. multiplanetary species).

Musk telur að SpaceX geti lent geimflaugum á Mars árið 2022 en Muilenberg sagði að hefja ætti tilraunir á nýrri kynslóð eldflauga hjá Boeing árið 2019.