Elon Musk, stofnandi og eigandi, rafbílaframleiðandans Tesla, hefur nú látið af störfum sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann mun þó áfram starfa sem forstjóri fyrirtækisins.  Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters . Robyn Denholm mun taka við starfinu af Musk.

Denholm starfar sem forstjóri ástralska fjarskiptafyrirtækisins Telstra og hefur setið í stjórn fyrirtæksins frá árinu 2014. Hún mun láta af störfum sem forstjóri Telstra eftir að hafa unnið 6 mánaða uppsagnarfrestinn, þar sem hún mun starfa í fullu starfi sem stjórnarformaður Tesla.

Í færslu sem Elon Musk setti á Twitter síðu sína þakkaði hann Denholm kærlega fyrir að koma í hópinn og sagðist hann hlakka til samstarfsins.