*

þriðjudagur, 19. júní 2018
Fólk 6. september 2017 16:16

Elsa og Árnína til Nasdaq

Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Nasdaq verðbréfamiðstöðar, það eru þær Árnína Steinunni Kristjánsdóttir og Elsa Björk Gunnarsdóttir.

Ritstjórn
Árnína Steinunn Kristjánsdóttir (t.v.) og Elsa Björk Gunnarsdóttir (t.h.) hafa verið ráðnar til Nasdaq Verðbréfamiðstöðvar
Aðsend mynd

Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, lögmaður hefur hafið störf hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð. Árnína snýr aftur til starfa fyrir Nasdaq eftir að hafa starfað síðast hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og þar áður á lögfræðisviði Actavis Group í Sviss. Fyrir það, á árunum 2004 til 2010 var hún forstöðumaður lögfræðisviðs Nasdaq kauphallarinnar á Íslandi.

Árnína Steinunn útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2001 og fékk réttindi sem héraðsdómslögmaður árið eftir. Verkefni hennar hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð munu aðallega lúta að undirbúningi að nýju starfsleyfi fyrir Nasdaq verðbréfamiðstöð samkvæmt nýrri, evrópskri reglugerð um verðbréfamiðstöðvar (CSDR) sem tekur gildi á næsta ári. Árnína Steinunn er gift Kristjáni Árna Jakobssyni, VP Finance hjá Alvotech hf. og eiga þau einn son.

Elsa Björk Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. Elsa Björk hefur áratuga reynslu á fjármálamarkaði, en hún hefur starfað sem sérfræðingur í m.a. verðbréfaþjónustu, verðbréfauppgjöri og fyrirtækjaaðgerðum (e. corporate actions) hjá Arion banka og þar áður sem samskiptastjóri við viðskiptavini hjá Arion verðbréfavörslu.

Verkefni Elsu Bjarkar hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð munu helst lúta að því að efla þjónustu og samskipti við viðskiptavini Nasdaq verðbréfamiðstöðvar og vinna að innleiðingu á nýju verðbréfauppgjörskerfi. Elsa Björk mun hefja störf seinni hluta október. Hún er gift Jakobi Kristjánssyni, sviðsstjóra öryggissviðs og stjórnarformanni hjá Lotu ehf. og eiga þau tvö uppkomin börn.

Um Nasdaq:

Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 90 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,900 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 12 billjón Bandaríkjadala.