Hagnaður Emmessís ehf. nam 48,3 milljónum króna árið 2016 en tap nam 108,8 milljónum árið áður. Skuldir félagsins voru leiðréttar um rúmlega 70 milljónir á árinu.

EBITDA félagsins nam 46,2 milljónum borið saman við 13,5 milljónir árið áður. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins rúmlega 444 milljónum króna í árslok og var eigið fé neikvætt um 31,6 milljónir. Handbært fé hækkaði um rúmlega 995 milljónir.

Emmessís er í eigu Hnetutopps ehf. (84%), Ragnars Birgissonar, framkvæmdastjóra Emmessís (14%) og Emmessíss ehf. (2%). Stjórn félagsins leggur til að hagnaður ársins verði færður á ójafnað eigið fé.

Viðskiptablaðið greindi frá því í síðasta tölublaði að EBITDA Emmessís hafi verið 12,5 milljónir í fyrra borið saman við 15,4 milljóna króna tap árið áður, en þar var raunverulega um að ræða EBIT (hagnað/tap fyrir fjármagnsliði og skatta). Fréttin hefur verið leiðrétt.