Nú er komið að endalokum FM-tíðni í Noregi. Nágrannaríki okkar verður það fyrsta í heiminum til þess að loka fyrir slíkar útsendingar. Í tilkynningu frá norsku ríkisstjórninni kemur fram að engar útsendingar verða á FM-tíðni í lok þessa árs.

Noregur skiptir frekar í rafrænt útvarpsmiðlunarkefi, sem ber nafnið DAB, þar sem að rafræn útvarpsmiðlun eykur við valkosti, býður upp á betri hljómgæði og sparar talsvert fé fyrir útvarpsstöðvar.

„Helsta ástæða þessarar ákvörðunar er vegna norska landslagsins, þar sem er að finna djúpa firði, há fjöll og mikið dreifbýli. Það gerir það sérstaklega dýrkeypt að halda úti FM-útsendingum.“

Norska ríkisstjórnin áætlar að 200 milljónir norskra króna komi til með að sparast vegna ákvörðunarinnar. Einhverjar undantekningar verða þó, hjá minni, staðbundnum útvarpsstöðvum.

Gagnrýnendur benda þó á að um 2 milljónir bíla verði án útvarpsstöðva, sem gæti leitt til öryggisvandamáls. Samkvæmt skoðanakönnun norska dagblaðsins Dagbladet eru um tveir þriðju Norðmanna ósáttir með þessa ákvörðun.