Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hyggst Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggja fram frumvarp um endurskoðun á starfsemi Fjármálaeftirlitsins í febrúar.

Í þingmálaskránni stendur að tekið verði tillit til athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem FME var sagt vanta bæði tennur og sjálfstæði. Breytinga er þörf á lagaumgjörðinni í kringum FME eftir breytingar á borð við stofnun evrópskra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði, fjármálastöð­ ugleikaráðs og kerfisáhættunefndar sem einnig hefur áhrif á starfsemi FME. Bjarni vill lítið tjá sig um í hverju þær breytingar munu felast þar sem málið sé í vinnslu. „Það er mál sem ég ætla ekki að úttala mig um í öllum efnisatriðum á þessum tímapunkti.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .