Í síðustu viku var tilkynnt um að verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík ætli að skoða hvort það komi til greina að grípa til aðgerða ef skipun aðalforstjóra Rio Tinto um launafrystingu allra starfsmanna námi fram að ganga. Ákvörðun um aðgerðirnar átti að ráðast í þessari viku.

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir í samtali við Viðskiptablaðið í gær að hann viti ekki til þess að ákvörðun hafi verið tekin um neinar aðgerðir. Ólafur segir síðasti fundur hafi verið tíðindalítill. „Það er svo sem ekki mikið að frétta af málinu,“ segir Ólafur.

Ekki hefur verið boðað til nýs fundar, en lögum samkvæmt ber deiluaðilum að funda á tveggja vikna fresti.