*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 7. júní 2018 14:19

Engar eignir upp í 17 milljarða kröfur

Gjaldþrotaskiptum á félaginu Rákungi lauk nýverið en félagið var 12. stærsti hluthafi Glitnis þegar hann féll.

Ritstjórn
Héraðsdómur Reykjavíkur
Haraldur Guðjónsson

Engar eignir fengust upp í lýstar kröfur sem námu samtals 16,7 milljörðum króna þegar gjaldþrotaskiptum á félaginu Rákung lauk þann 23. maí síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Eigendur Rákungs voru fyrrum starfsmenn Milestone þeir Guðmundur Ólason, Jóhannes Sigurðsson og Arnar Guðmundsson

Félagið var tólfti stærsti hluthafi Glitlis þegar bankinn féll árið 2008. Fjallað var um Rákung í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar kom meðal annars fram að félagið sem stofnað var í febrúar 2008 hafi í sama mánuði fengið lán hjá Glitni upp á 5,2 milljarða króna til kaupa á hlutabréfum bankans. Í kjölfar þeirra viðskipta varð félagið tólfit stærsti hluthafi Glitnis með 2% hlut.