*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 16. maí 2008 08:05

Engin áform um fjöldauppsagnir

Ritstjórn

Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, segir að bankinn muni ekki grípa til sambærilegra aðgerða og Glitnir í vikunni.

„Engar fyrirætlanir eru um fjöldauppsagnir af þeim toga,“ segir hann.

Ingólfur segir að starfsfólki bankans hafi byrjað að fækka nokkuð í lok síðasta árs. Hann vildi ekki tjá sig um það hversu mikið starfsfólki hefði fækkað á síðustu mánuðum.

„Starfsfólki hefur fækkað hjá okkur, enda er það í takt við markmið bankans um hagræðingu í rekstri.“

Aðspurður um hvort starfsfólki sé að fækka meira í ákveðnum deildum bankans frekar en öðrum segir hann svo ekki vera. Hann segir að stöðugt sé þó litið til þess að hagræða í rekstri og að bankinn hafi áður lýst því yfir í árshlutauppgjörum að stefnt sé að því að lækka rekstrarkostnað.

„Breytingar á starfsmannafjölda er einn þeirra liða sem er litið til í lækkun rekstrarkostnaðar.“