Fjórir fjárfestingarsjóðir sem fengu heimild Hæstaréttar til að leggja spurningar fyrir dómkvadda matsmenn hafa fallið frá beiðninni. Krafa sjóðanna var sett fram vegna fyrirhugaðs málareksturs á hendur ríkinu vegna löggjafar um meðferð aflandskrónueigna. Sjóðirnir fjórir eru: Autonomy Capital LP, Autunomy Master Fund Limited, GAM Trading og Autonomy Icealnd Two S.á.r.l. Þetta kemur fram í frétt fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Þar kemur fram að í bréfi frá fulltrúum sjóðanna til ríkislögmanns segir að í ljósi samkomulags Seðlabanka Íslands og sjóðanna um kaup bankans á tilteknum krónueignum þeirra hafi verið ákveðið að falla frá beiðninni. Þetta þýðir að enginn útistandandi málarekstur er á hendur ríkinu vegna framkvæmdar áætlunar stjórnvalda um afnám hafta.