*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 24. mars 2013 14:35

Enginn aðskilnaður veiða og vinnslu

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að kveða ekki á um aðskilnað veiða og vinnslu.

Ritstjórn
Fiskvinnsla.
Haraldur Guðjónsson

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) í vikunni. Í erindi SFÚ var þess krafist að Samkeppniseftirlitið myndi kveða á um fjárhagslegan aðskilnað á milli útgerðar og fiskvinnslu fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu sjávarafla.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur til íhlutunar í tilefni af erindi SFÚ. SFÚ felldu sig ekki við þá niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að ekki væru forsendur til þess að kveða á um fjárhagslegan aðskilnað á milli útgerðar- og vinnsluhluta útgerðarfyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu sjávarafla og kærðu því hluta ákvörðunarinnar til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur nú staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim