*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 24. mars 2013 14:35

Enginn aðskilnaður veiða og vinnslu

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að kveða ekki á um aðskilnað veiða og vinnslu.

Ritstjórn
Fiskvinnsla.
Haraldur Guðjónsson

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) í vikunni. Í erindi SFÚ var þess krafist að Samkeppniseftirlitið myndi kveða á um fjárhagslegan aðskilnað á milli útgerðar og fiskvinnslu fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu sjávarafla.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur til íhlutunar í tilefni af erindi SFÚ. SFÚ felldu sig ekki við þá niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að ekki væru forsendur til þess að kveða á um fjárhagslegan aðskilnað á milli útgerðar- og vinnsluhluta útgerðarfyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu sjávarafla og kærðu því hluta ákvörðunarinnar til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur nú staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.