*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 15. júní 2017 14:35

„Enginn ávinningur fyrir neytendur“

Félag atvinnurekenda leggst gegn því að Markaðsráð kindakjöts verði veitt undanþága frá samkeppnislögum til að efna til samstarfs sláturleyfishafa um útflutning á lambakjöti.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Félag atvinnurekenda leggst gegn því að Markaðsráð kindakjöts verði veitt undanþága frá samkeppnislögum til að efna til samstarfs sláturleyfishafa um útflutning á lambakjöti. Félag atvinnurekenda bendir á að ávinningur neytenda af samstarfinu sé enginn, þvert á móti sé það þeim til tjóns vegna þess að verði sé haldið uppi. Hægt er að lesa um málið í frétt á síðu FA.

Í beiðni Markaðsráðs kindakjöts um undanþágu kemur fram að gert er ráð fyrir að samstarf sláturleyfishafa feli í sér að þeir skuldbindi sig til að flytja út 35% af framleiðslu sinni. Þá greiði þeir Markaðsráðinu útflutningsgjald ef þeir standi ekki við þá skuldbindingu.

„Hugmyndir markaðsráðsins um útflutningsskyldu, sem lögð verði á sláturleyfishafa, eru stórkostlega gallaðar og ólögmætar. Þær munu eingöngu skaða hagsmuni neytenda. Þessar hugmyndir þjóna að meginstefnu því markmiði að halda uppi verði á innlendum markaði með því að skerða framboð. Slíkt er ótækt. Þetta er óhjákvæmilega til tjóns fyrir neytendur og felur ekki í sér neinn ábata þeim til handa. Eru því aldrei uppfyllt þau skilyrði um sanngjarna hlutdeild neytenda sem áskilin eru í b. lið 1. mgr. 15. gr. samkeppnislaga,“ segir í bréfi FA til Samkeppniseftirlitsins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim