Allir þeir stjórnendur bílaumboðanna sem Viðskiptablaðið ræddi við líta framtíðina nokkuð björtum augum en eru þó sammála um að alltaf geti brugðið til beggja vona og því beri að stíga varlega til jarðar.

Bílamarkaðurinn sé mjög sveiflukenndur og lítið um það sem kalla megi lygnan sjó þegar kemur að rekstrarumhverfi bílaumboða. Rekstur fyrirtækjanna sé enda sérstaklega háður efnahagsástandi hverju sinni, ríkisstjórnum og skattastefnu þeirra sem og gengisbreytingum. Þá skipti væntingar almennings til efnahagsins einnig miklu.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, lýsti því hvernig fyrirtækið hafi verið partur af íslenska „bílabransanum“ í 52 ár og aldrei hafi í raun verið hægt að líkja markaðnum við lygnan sjó og hann verði það sennilega aldrei. „Það er svolítið eðli hans að sveiflast þó að síðasta niðursveifla hafi auðvitað verið svakaleg. Það mun koma önnur niðursveifla en nákvæmlega hvenær það verður veit maður ekki. Svo eru auðvitað ýmsar tækninýjungar yfirvofandi eins rafmagnsbílar og jafnvel sjálfkeyrandi bílar. Í þessu felast tækifæri en þó um leið ógnir.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .